Fréttir

mánudagur, 29. apríl 2013

Hátíðarhöld á 1. maí

Kröfuganga og útifundur á Ingólfstorgi. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13:00 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10 og stendur til kl. 15:00. Félagsmenn fjölmennum og tökum þátt í kröfugöngu og útifundi.

föstudagur, 26. apríl 2013

Bilun kom upp í þyrlu LHG á leið í útkall

Bilun kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar,  þegar hún var á leið í útkall kl. 14:37 fimmtudaginn 25. apríl og varð tafarlaust að lenda þyrlunni. Að sögn flugstjóra gekk lending vel og eru allir heilir á húfi.

þriðjudagur, 23. apríl 2013

Reynir á verslunina að skila jafn hratt og hún tók

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir í samtali við Smuguna að vænta megi verðhjöðnunar í næstu mælingum Hagstofunnar. Hann segir að síðasta verðbólgumæling hafi sýnt meiri verðbólgu en búist hefði verið við.

þriðjudagur, 16. apríl 2013

Aðalfundur VM 2013

Aðalfundur VM var haldinn þann 12. apríl s.l. á Grand Hótel í Reykjavík. Fundurinn var sendur út á internetið og sáu starfsmenn Nýherja um útsendinguna. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem að fyrir fundinum lágu tillögur stjórnar VM um breytingu á lögum félagsins og reglugerð Styrktar- og sjúkrasjóðs VM.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Félagsmenn VM á Akureyri og nágrenni

Félagsmenn VM í Sameinaða lífeyrissjóðnum búsettir á Akureyri og nágrenni.Starfsmaður Sameinaða lífeyrissjóðsins verður til viðtals um upphaf lífeyristöku í Alþýðuhúsinu að Skipagötu 14, Akureyri  milli klukkan 16:00 og 16:45, fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi.

miðvikudagur, 10. apríl 2013

Úthlutun styrkja úr Akki 2013

Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.

miðvikudagur, 27. mars 2013

Ráðstefna um framtíð fasteignalána á Íslandi

Samtök fjármálafyrirtækja standa ásamt ASÍ og Íbúðalánasjóði fyrir ráðstefnu um framtíð húsnæðislána á Íslandi 4. apríl næstkomandi á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar úr ólíkum áttum varpa fram sýn sinni á stöðu mála á íslenska fasteignalánamarkaðnum og hvaða leiðir eru færar til úrbóta.

föstudagur, 8. mars 2013

Nöfn útskriftarnema sem hlutu námsstyrk

Í dag var dregið úr innsendum umsóknum um námsstyrk til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum árið 2013:Eftirtaldir hlutu styrk:Agnar Ari Böðvarsson  VMAÁrni Hermannsson  VéltækniskólinnÁrni S. Halldórsson  BorgarholtsskóliBirgir Þór Jóhannsson  VéltækniskólinnBjörgvin Hlynsson  VéltækniskólinnDagur Egilsson   BorgarholtsskóliDaníel Snær Bergsson  VMAGrétar Ófeigsson  VéltækniskólinnGuðmundur Ólafsson  VMAGunnar Helgi Birgisson  VéltækniskólinnHallur Einarsson  TækniskólinnHjalti Kristinn Unnarsson VéltækniskólinnHjalti Magnússon  VMAIngólfur Ágústsson  VéltækniskólinnIngvar Jóhannsson  BorgarholtsskóliJón Ingi Þorgrímsson  VéltækniskólinnÓlafur F.

föstudagur, 8. mars 2013

Laus störf hjá Actavis og BAADER Ísland

Actavis auglýsir eftir tæknimanni og BAADER Ísland eftir rennismið.  Actavis  leitar eftir tæknimanni til að vinna að fyrirbyggjandi viðhaldi, viðgerðum, eftirliti og breytingum á tækjabúnaði framleiðslu- og rannsóknarsviðs, auk skiptinga milli vörutegunda og uppstart á pökkunarlínum og þátttöku í gildingarvinnu og kvörðunum á tækjabúnaði Actavis Gerðar eru kröfur um vélfræði- eða vélvirkjamenntun og reynslu af viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði (nauðsynlegt), auk hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og góða ensku- og tölvukunnáttu.

þriðjudagur, 26. febrúar 2013

Vertu á verði!

Vertu á verði! – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði.