Fréttir

þriðjudagur, 18. júní 2013

Brautskráning frá Iðnskólanum í Hafnarfirði

Laugardaginn 25. maí sl. var brautskráning af málmiðnabrautum Iðnskólans í Hafnarfirði. Athöfnin fór fram í Víðistaðakirkju og var hin hátíðlegasta. Þessu sinni brautskráðust tólf nemendur af málmiðnabrautum; þrír rennismiðir, einn stálsmiður og átta velvirkjar.

föstudagur, 14. júní 2013

Atvinnuleysi meðal ungs fólks nær óþekkt

Mikill fjöldi ungmenna á aldrinum 16-23 ára fær vinnu hjá sjávarútvegsfyrirtækjum um allt land í sumar. Flest starfanna eru annað hvort í fiskvinnslu eða í umhverfisverkefnum á svæði sjávarútvegsfyrirtækjanna.

þriðjudagur, 4. júní 2013

Heiðrun á Sjómannadaginn í Reykjavík

Eins og undanfarin ár stóð sjómannadagsráð að heiðrun vélstjóra á sjómannadaginn í Reykjavík, en VM tilnefnir til sjómanadagsráðs . Að þessu sinni var það Hjálmar Þorsteinn Baldursson sem var heiðraður.

þriðjudagur, 4. júní 2013

Neistinn veittur í tuttugasta og fyrsta sinn

Á Sjómannadaginn var Ægi Kristmundssyni, yfirvélstjóra á Steinunni SH 167,  afhendur Neistinn,  viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Afhending Neistans fór að þessu sinni fram við hátíðarhöldin í Ólafsvík.

föstudagur, 24. maí 2013

Hönnuðu og smíðuðu próteinskilju fyrir rækjuiðnaðinn

Tveir nemendur í vélstjórn í VMA, Axel S. Eyjólfsson og Unnar B. Egilsson, sem báðir eru frá Sauðárkróki, hafa hannað og smíðað próteinskilju sem lokaverkefni sitt. Þetta er sannarlega metnaðarfullt verkefni og ef að líkum lætur mun skilvindan verða til þess að vinna megi verðmætt prótein úr affallsvatni í rækjuvinnslu.

miðvikudagur, 22. maí 2013

Aðalfundur Kælitæknifélags Íslands

Aðalfundur Kælitæknifélags Íslands og erindi um réttindamál kælimanna. Stjórn Kælitæknifélags Íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 28. maí 2013 Fundurinn hefst kl. 16:00 og verður í sal á 4. hæð hjá VM (Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna) að Stórhöfða 25 Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum Kælitæknifélags Íslands 1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum undangengins starfsárs2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins3. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna4. Félagsgjöld ákveðin5. Önnur mál Kaffihlé Erindi Réttindamál kælitæknimannaEru kælitæknimenn réttindalausir? Fyrirlesari:Haukur R.

fimmtudagur, 16. maí 2013

Fréttatilkynning Norræna vélstjórasambandsins

Á fundi Norræna vélstjórasambandsins (Nordiska Maskinbefälsfederationen -NMF), þann 6. og 7. maí 2013 í Þórshöfn, var samþykkt fréttatilkynning um vélstjóramenntun á norðurlöndum. Þar lýsir sambandið yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli hafa komist á samvinna milli norðurlandanna um menntun vélstjóra og atvinnuskírteinaútgáfu.

miðvikudagur, 15. maí 2013

Kynning á málmiðnum í Borgarholtskóla

Í vetur hafa 60 nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla sótt valnámskeið í Borgarholtsskóla. Nemendurnir koma úr 10 skólum víðsvegar að úr borginni. Kennt er einu sinni í viku 3 kennslustundir í senn, í eitt skólaár.

þriðjudagur, 7. maí 2013

Minnum á orlofsuppbótina

Orlofsuppbót greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.