Fréttir

mánudagur, 7. október 2013

Kjararáðstefna VM 2013

Kjararáðstefna VM var haldin dagana 4. og 5. október á Hótel Selfossi. Ráðstefnan var lokaáfangi 18 mánaða vinnu félagsins við undirbúning komandi kjaraviðræðna. Á félagsfundi í lok ráðstefnunnar var samþykkt einróma að félagið færi eitt fram í viðræðum um launaliði samninga í komandi kjaraviðræðum.

föstudagur, 20. september 2013

Kjararáðstefna VM - síðustu forvöð að skrá sig

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á kjararáðstefnu VM! Ráðstefnan verður sett kl. 15:00 föstudaginn 4.október og verður svo framhaldið á laugardeginum, sem endar með kvöldmat og balli um kvöldið.

föstudagur, 13. september 2013

Viðhorfskönnun VM vegna komandi kjarasamninga

Nú síðdegis, þann 13. september 2013, verður viðhorfskönnun send á félagsmenn VM. Með könnuninni er verið að athuga viðhorf félagsmanna til þess hvort félagið eigi að fara sjálfstætt fram með launakröfur í komandi kjarasamningum, eða sameiginlega með öðrum félögum innan ASÍ.

þriðjudagur, 3. september 2013

Fundur úsrkurðarnefndar 2. september 2013.

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 2. september 2013 var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á karfa í viðskiptum milli skyldra aðila um 5%. Jafnframt var ákveðið að lækka viðmiðunarverð á ufsa í viðskiptum milli skyldra aðila um 3%.

föstudagur, 30. ágúst 2013

Matvörur hækka mikið á milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 26. ágúst sl. hefur hækkað mikið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í júní 2012. Miklar verðhækkanir eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum.

mánudagur, 12. ágúst 2013

Golfmót VM

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 9.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Georg Júlíus Júlíusson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

þriðjudagur, 16. júlí 2013

Golfmót VM

Golfmót VM verður haldið á Keilisvellinum 9. ágúst. Ræst verður út frá kl. 12:00 – 14:00.ATH. - Allir þátttakendur verða að hafa skráða forgjöf.Sett verður forgjöf á þá sem hafa hana ekki.Þátttökugjald er kr.

fimmtudagur, 11. júlí 2013

Styrkir vegna vinnustaðanáms

Mennta- og menningamálaráðuneytið auglýsir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.Umsóknartímabilið er 1. júlí 2013 til 31. desember 2013. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2013. Umsóknarferlið fer nú í gegnum Rannís og þarf að skila umsóknum raftænt.

mánudagur, 1. júlí 2013

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM var farin þann 26. Júní. Ferðast var norður í Húnavatnssýslu, um Hvalfjarðargöng og Borganes. Stoppað var á Hvammstanga þar sem Selasetrið var skoðað. Þaðan var haldið í Héraðsskólann á Reykjum og snæddur hádegisverður.