Fréttir
föstudagur, 2. júlí 2021
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. júlí 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur hækkar um 2,6%Óslægður þorskur hækkar um 5,3%Slægð ýsa helst óbreyttÓslægð ýsa hækkar um 3,0%Ufsi helst óbreytturKarfi helst óbreyttur
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
miðvikudagur, 23. júní 2021
Í kvöld var skrifað undir kjarasamning við ISAL en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi.
þriðjudagur, 18. maí 2021
Auðkenni starfs 2F - Fagfélögin
Starfsheiti Sumarstarf: Meistaranemi í viðskiptafræði
Starfslýsing Margvísleg viðskiptafræðitengd verkefni fyrir 2F - Hús Fagfélaganna. Mikilvægt er að hafa góða þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun.
miðvikudagur, 31. mars 2021
VM félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur vísað kjaradeilu sinni við SFS til Ríkissáttasemjara.
Nokkrir samningafundir hafa farið fram á milli aðila en ljóst var í síðustu viku að ekkert miðaði við samningaborðið.
fimmtudagur, 18. febrúar 2021
Á fundi stjórnar Styrktar- og sjúkrasjóðs VM þann 17. febrúar sl. var samþykkt hækkun á heilsuræktarstyrk í kr. 30.000 einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili en þó aldrei hærri en 60% af kostnaði.
fimmtudagur, 18. febrúar 2021
Frá apríl 2021 mun gjaldskrá orlofshúsa hækka um 2,5%
fimmtudagur, 4. febrúar 2021
Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023.
Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.
mánudagur, 25. janúar 2021
Eftirtalin/undirrituð félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum en samningurinn var samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York þann 7. júlí 2017. Hinn 24. október sl.
mánudagur, 4. janúar 2021
Breytingar á kjörum 1. janúar 2021 – samkvæmt kjarasamningum við SA
Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr. 15.750
Lágmarkslaun sveina verða kr. 454.756,- hjá RSÍ, Samiðn, VM og FHS.
Tímakaup hækkar a.
mánudagur, 21. desember 2020
Á félagsfundum í kringum jól og áramót er hefð fyrir því að ræða málefni vélstjóra fiskiskipa og önnur mál.
Fundurinn í ár verður eingöngu fjarfundur vegna aðstæðna í samfélaginu.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. desember kl.