Fréttir 2022
mánudagur, 29. ágúst 2022
Skrifstofa Húss Fagfélaganna verður lokuð frá kl 12:00 á hádegi fimmtudaginn 1.september og föstudaginn 2.september. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 5. september kl 8:00.
Sjúkradagpeningar verða greiddir út miðvikudaginn 31.ágúst.
fimmtudagur, 23. júní 2022
Ferð eldri félaga VM verður farin miðvikudaginn 10. ágúst
VM býður til dagsferðar 10. ágúst, verið er að skipuleggja ferð í kringum eftirtalda staði Árnes – Þjórsárdal – Hjálparfoss – Búrfell – Hrauneyjarlón
Ekið verður frá Stórhöfða klukkan 10:00 og áætluð heimkoma er á milli kl.
miðvikudagur, 15. júní 2022
Neistinn er viðurkenning sem Tryggingamiðstöðin og VM veita fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf. Handhafi viðurkenningarinnar í ár er Sigurður Jóhann Erlingsson yfirvélstjóri á Páli Pálssyni ÍS-102. Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á starfi yfirvélstjórans og veita þeim sem skara fram úr viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf.
föstudagur, 3. júní 2022
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. júní 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:Slægður þorskur hækkar um 4,7%Óslægður þorskur lækkar um 1,9%Slægð ýsa breytist ekkiÓslægð ýsa breytist ekkiKarfi breytist ekkiUfsi hækkar um 1,2%Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
miðvikudagur, 25. maí 2022
Tjaldsvæði VM á Laugarvatni opnar á föstudaginn.
miðvikudagur, 18. maí 2022
Kristinn Daníel Hafliðason félagsmaður VM náði þeim stórmerka áfanga að verða 100 ára um daginn.
Guðmundur Helgi formaður VM og Sigurður Gunnar varaformaður VM kíktu til hans í heimsókn á áfanganum og færðu honum smá gjöf frá félaginu.
þriðjudagur, 3. maí 2022
Verkalýðshreyfingin er einn af hornsteinum íslensks samfélags. Því er það ekki einkamál eins félags ef það gengur í berhögg við gildi hreyfingarinnar.
Hópuppsagnir eru og eiga að vera neyðarúrræði fyrirtækja til að forða greiðsluþroti eða alvarleg vá sé fyrir dyrum í rekstri fyrirtækja.
fimmtudagur, 28. apríl 2022
miðvikudagur, 20. apríl 2022
VM boðar til félagsfundar um lífeyrismál mánudaginn 25. apríl kl. 19:30 á Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogs megin).
Framsögumaður, Benedikt Jóhannesson tryggingingastærðfræðingur Gildis.
Benedikt Jóhannesson og Þórey S.
miðvikudagur, 6. apríl 2022
Nemastofa atvinnulífsins hóf starfsemi sína þriðjudaginn 5. apríl í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs, að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, fulltrúum úr atvinnulífi og skólameisturum framhaldsskólanna.