8.12.2022

Veiðikortið 2023 komið í sölu

Athygli er vakin á því að nú er hægt að kaupa Veiðikortið fyrir næsta ár. Kortið er til sölu á orlofsvefnum. Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 37 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Glæsileg handbók fylgir hverju seldu korti þar sem finna má leiðbeiningar og reglur. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn en börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Ítarlegar upplýsingar er að finna á veidikortid.is, bæði á íslensku og ensku. Þar má einnig nálgast vefútgáfu handbókarinnar.