27.10.2022

Námskeið um lífeyrismál

Fagfélögin Stórhöfða  bjóða félagsmönnum sínum á námskeið um lífeyrismál þriðjudaginn 8. nóvember  kl. 17.00. Athugið að makar félagsmanna eru velkomnir með á námskeiðið. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fagfélaganna að Stórhöfða 31 í fundarsal félagsins á jarðhæð (gengið inn Grafarvogsmegin). Smellið á tengilinn „Skráning“ eða hringið í síma 5-400-100 þar sem gefa þarf upp kennitölu, nafn, síma og nafn maka (ef maki ætlar að sækja námskeiðið). Hámarksfjöldi á námskeiðið er 60 manns.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu stoðirnar í lífeyriskerfinu og hvernig þær virka. Rætt um  stoðirnar sem mynda lífeyrisgreiðslur og reynt að svara ýmsum spurningum sem varða lífeyrismál. 

1: Lífeyrir frá Tryggingarstofnun  (TR) fjárhæðir og tekjutengingar.

  • Hverjar eru lífeyrisgreiðslur frá TR og  hvaða áhrif hafa atvinnutekjur, greiðslur frá lífeyrissjóðum og aðrar tekjur á  lífeyrisgreiðslur TR.
  • Tekjuætlun TR
  • Hvenær er hægt að hefja töku lífeyris hjá TR?

2: Lífeyrissjóðir samtryggingardeild

  • Lífeyrisgreiðslur hvað ræður fjárhæð lífeyris?
  • Áfallalífeyrir örorku-, maka- barnalífeyrir
  • Eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar?
  • Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna og sambýlisfólks
  • Hvenær er hægt að hefja töku lífeyris?
  • Hvar finn ég upplýsingar um lífeyrisréttindin mín?

3: Séreignarsparnaður

  • Hvenær er hægt að innleysa séreignarsparnað og skattlagning?
  • Áhrif séreignarsparnaðar á lífeyrisgreiðslur TR

4: Tilgreind séreign

  • Hvernig virkar tilgreind séreign
  • Hvert er fyrirkomulagið á útgreiðslu tilgreindar séreignar og skattlagning

5: Hvað þýðir tryggingarfræðileg staða lífeyrissjóða?

6: Hugmyndir um hækkun á lífeyrisaldri og breytingu á aldursamsetningu þjóðarinnar.

7: Annar lífeyrir og skattlagning