18.5.2022

Kristinn félagsmaður VM 100 ára

Kristinn Daníel Hafliðason félagsmaður VM náði þeim stórmerka áfanga að verða 100 ára um daginn. 

Guðmundur Helgi formaður VM og Sigurður Gunnar varaformaður VM kíktu til hans í heimsókn á áfanganum og færðu honum smá gjöf frá félaginu. 

Á dögunum var gefið út tímaritið Víkingur en þar er rifjað upp 40 ára viðtal við Kristinn. Við látum hér nokkra skemmtilega punkta fylgja með úr viðtalinu. 

Vildi staðgreiðslu skatta

Það er óneitanlega fróðlegt að renna yfir það sem Kristinn – eða Ninni eins og hann er kallaður – hafði að segja fyrir tæplega fjórum áratugum. Aðspurður hvort hann fylgist vel með því sem er á döfinni hjá Vélstjórafélaginu svarar Kristinn að það gangi svona upp og ofan. Fréttabréfið sé gott en verr gangi að sækja fundi þar sem hann stoppi oftast ekki nema einn sólarhring í landi. Vélstjórarnir séu fjórir um borð og standi tveir og tveir saman sex tíma vaktir. Nýlega sé byrjað að nota svartolíu sem þýði meira viðhald – „eins og er fiskum við rétt fyrir olíunni“ – og vélsíminn sé horfinn úr vélarúminu. „Það er mikil breyting,“ segir Kristinn. Þegar vélsíminn var og hét stjórnuðu vélstjórarnir keyrslu skipsins þó ekki án fyrirmæla. „En í dag er þessu öllu stjórnað úr brúnni,“ sagði Kristinn árið 1984. En var ekki orðið tímabært að fara í land eftir 38 ár á sjónum? Það er ansi snúið fyrir mann „á mínum aldri“, svaraði Kristinn. Skattarnir væru greiddir eftir á sem gerði honum erfitt um vik – augljóst er að Kristinn vildi staðgreiða skatta sína – lífeyririnn væri ekki hár og atvinnuleysi í landi. Og hvað sagði svo Kristinn um horfur á nýbyrjuðu ári? „Mér líst ekkert á þetta ár, það sést enginn þorskur.“ Með þessum orðum lauk viðtali Víkings snemma árs 1984 við Kristinn Daníel Hafliðason

Missti föður og bróður með Goðafossi 1944

Í viðtalinu minnist Kristinn á Goðafoss en þar var hann fyrsti kyndari hjá föður sínum, Hafliða Jónssyni frá Skógum í Þorskafirði. Hann er fáorður um harmleikinn sem varð snemma í nóvember 1944 þegar þýskur kafbátur grandaði Goðafossi með þeim afleiðingum að samtals tuttugu og fjórir farþegar og skipverjar fórust. Kristinn Daníel Hafliðason Síðbúin afsökunarbeiðni Kristinn Daníel Hafliðason og eiginkona hans, Þórdís Lárusdóttir, í brúðkaupsferð sinni um borð í Brúarfossi. Sjómannablaðið Víkingur | 21 Kristinn Daníel í vélarúmi Bjarna Benediktssonar. „Það var aldrei talað um þennan atburð, amma bannaði það,“ rifja systkinin upp. „Pabbi fór í land þennan túr. Ætlaði að klára Vélskólann. Pétur Már, bróðir hans, hljóp í skarðið en Pétur var staðráðinn í að verða landkrabbi, lögmaður eða eitthvað svoleiðis. Hafliði afi varð sextugur í túrnum og pabbi og Gísli, bróðir hans, voru komnir niður á bryggju að taka á móti föður sínum og bróður. Búið var að skreyta heima og bjóða til afmælisveislu.“ Áfallið varð sannarlega stórt. Hafliði hafði ákveðið að fara ekki aftur á sjóinn og Pétur var að hefja lífsgöngu sína, rétt orðinn 17 ára. Báðir feðgarnir fórust með Goðafossi þennan örlagaríka dag á Faxaflóa, 10. nóvember 1944. „Bræðurnir létu þetta þó ekki fæla sig frá sjónum,“ segja Halldóra og Hafliði. „Þeir byrjuðu báðir sem kolamokarar, eða kyndarar, og urðu seinna vélstjórar. Gísli var lengi yfirvélstjóri hjá Eimskip og við höfum ekki tölu á öllum þeim skipum sem pabbi hefur verið á. Hann var til dæmis ein 17 ár á Hallveigu Fróðadóttur, 13 ár á Bjarna Benediktssyni og 7 ár á Tröllafossi. Hann var á fleiri fossum, Lagarfossi, Selfossi, Reykjafossi, Brúarfossi og svo auðvitað Goðafossi. Svona gætum við raunar haldið lengi áfram að telja,“ segja systkinin. „En við skulum ekki þreyta lesendur Víkings á slíkri langloku,“ segja þau og slá botn í spjallið.