6.4.2022

Stofnun Nemastofu atvinnulífsins

Nemastofa atvinnulífsins hóf starfsemi sína þriðjudaginn 5. apríl í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs, að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, fulltrúum úr atvinnulífi og skólameisturum framhaldsskólanna.
Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofunnar er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Með tilkomu Nemastofu eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR og Þór Pálsson framkvæmdstjóri RAFMENNTAR undirrituðu samkomulag um sérstakt átaksverkefni sem miðar m.a. að því að fjölga fyrirtækjum á birtingaskrá.

Einnig var þremur fyrirtækjum veitt hvatningaverðlaun fyrir góðan árangur í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru því góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í faggreinunum. Fyrirtækin eru: Gullsmíða- og skartgripaverslunin Tímadjásn, bílaumboðið BL og TG raf

Nánari upplýsingar veita þau Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar og Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar