12.1.2022
Skrifað undir kjarasamning við Kerfóðrun
Í dag miðvikudaginn 12. janúar skrifðu stéttarfélögin FIT, VM og Hlíf undir kjarasamning fyrir hönd félagsmanna sinna við Kerfóðrunehf.
Samningur stéttarfélaganna og Kerfóðrunar er í takt við aðra sambærilega kjarasamninga sem gerðir hafa verið undanfarin ár þar sem lögð er áhersla á að verja kaupmátt og stytta vinnuvikuna.
Samningurinn verður kynntur fyrir starfsmönnum Kerfóðrunar í vikunni og fer svo í atkvæðagreiðslu.