Fréttir 2021

Stelpur-og-verlnam.jpg

mánudagur, 13. september 2021

Stelpur og verknám

Ekki sama skítavinnan og fólk heldur Vesturbæingurinn Emilía Björt Gísladóttir er tveggja barna móðir um þrítugt. Hún starfaði sem flugfreyja og var í flugnámi þegar hún ákvað að taka u-beygju og hefja nám í pípulögnum, án þess að hafa nokkra þekkingu á faginu.

20210826_142443.jpg

mánudagur, 30. ágúst 2021

Ferð eldri félaga VM 2021 var farin 26. ágúst

Ferð eldri félaga VM var farin þann 26. ágúst. Farin var dagsferð um Reykjanesið þar sem m.a. var stiklað á stóru um ævi Hallgríms Péturssonar mesta sálmaskálds Íslendinga, en hann þjónaði sem prestur í Hvalnessókn á árunum 1644 til 1651. Lagt var af stað frá Stórhöfða um klukkan tíu um morguninn og þaðan ekið með um 50 manns í rútu sem leið lá í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og þaðan um Vatnsleysuströnd áður en haldið var í Hvalneskirkju.

IMG_9596.JPG

fimmtudagur, 12. ágúst 2021

Ferð eldri félagsmanna VM

Ákveðið hefur verið að fara í hina árlegu ferð eldri félagsmanna VM fimmtudaginn 26. ágúst næst komandi. Lagt verður af stað frá Stórhöfða 29 kl. 10:00 og er áætlað að koma til baka um kl. 17:00. Farin verður dagsferð um Suðurnesin í ár.

Logo VM með texta

föstudagur, 2. júlí 2021

Viðmiðunarverð hækka

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. júlí 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 2,6%Óslægður þorskur hækkar um 5,3%Slægð ýsa helst óbreyttÓslægð ýsa hækkar um 3,0%Ufsi helst óbreytturKarfi helst óbreyttur Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

ísalmynd.jpg

miðvikudagur, 23. júní 2021

Skrifað undir kjarasamning við Ísal

Í kvöld var skrifað undir kjarasamning við ISAL en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi.

Sumarstorf_banner5_VMS.png

þriðjudagur, 18. maí 2021

Sumarstörf í boði

Auðkenni starfs 2F - Fagfélögin Starfsheiti Sumarstarf: Meistaranemi í viðskiptafræði Starfslýsing Margvísleg viðskiptafræðitengd verkefni fyrir 2F - Hús Fagfélaganna. Mikilvægt er að hafa góða þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 31. mars 2021

Kjaradeilu VM og SFS vísað til ríkissáttasemjara

VM félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur vísað kjaradeilu sinni við SFS til Ríkissáttasemjara.  Nokkrir samningafundir hafa farið fram á milli aðila en ljóst var í síðustu viku að ekkert miðaði við samningaborðið.

Logo VM

fimmtudagur, 18. febrúar 2021

Hækkun á heilsuræktarstyrk

Á fundi stjórnar Styrktar- og sjúkrasjóðs VM þann 17. febrúar sl. var samþykkt hækkun á heilsuræktarstyrk í kr. 30.000 einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili en þó aldrei hærri en 60% af kostnaði.