22.11.2021
Orkuskipti í sjávarútvegi (1)
VM- félag vélstjóra og málmtæknimanna og Vélar og skip ehf. héldu hádegisfund um orkuskipti í sjávarútvegi þann 17. nóvember sl., þar sem sérfræðingar frá Wärtsilä kynntu þá þróun sem er í gangi hjá fyrirtækinu varðandi orkuskipti m.a. á skipum. En sérfræðingar fyrirtækisins hafa undanfarin ár unnið að þróun brunavéla sem geta gengið á öðrum orkugjöfum en olíu.
Á fundinum kom fram að horfi til vetnis, metans, metanóls, jarðgas eða ammóníaks. Þessir orkugjafar kalla á mismiklar breytingar á brunavélum og ekki alveg komið í ljós hvaða orkugjafi verður ofaná.
Breytingarnar munu kalla á gjörbreytt eldsneytiskerfi með mun meiri þrýsting, auk þess sem sprengi- og/eða mengunarhætta fylgir þeim.
Þessar upplýsingar rýma við það sem kom fram á fundi Norræna vélstjórasambandsins fyrr í mánuðinum, um að þeir sem starfa í vélarúmum skipa standi frammi fyrir stærstu öryggis- og hæfniáskoruninni vegna væntanlegra tækni- og rekstrarbreytinga sem draga eiga úr losun skipa.