1.10.2021
Forvarnir - HVENÆR FÓRST ÞÚ SÍÐAST TIL LÆKNIS?
Vissir þú að Sjúkrasjóður VM endurgreiðir 100% af kostnaði sjóðfélaga vegna krabbameinsleitar, lungna- og hjartaskoðunar og heyrnarmælinga?
HVENÆR FÓRST ÞÚ SÍÐAST TIL LÆKNIS?
Margir fara sjaldan eða aldrei til læknis. Þú getur pantað þér tíma hjá næstum hvaða lækni sem er.
Þú þarft engar áhyggjur að hafa en sýndu smávegis aðgæslu
Það eru ekki miklar líkur á því að þú fáir krabbamein. Líkurnar aukast þó nokkuð þegar menn eru komnir yfir fertugt.
Krabbamein í blöðruhálskirtli
Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi.
Brjósta- og leghálskrabbamein
Brjósta- og leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi.
Krabbamein í ristli og endaþarmi
Ristilkrabbamein er næst algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum.
Lungnakrabbamein
Lungnakrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum.