22.9.2021

Akkur - úthlutun 2021

Akkur, styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.a. rannsóknir og annað sem kemur félagsmönnum VM til góða við nám og störf  til lands og sjávar, auk þess að styrkja brautryðjenda- og þróunarstarf sem hefur samfélagslegt gildi svo og menningarstarfsemi og listsköpun. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum að upphæð kr. 5.100.000

Eftirtaldir hlutu styrk að þessu sinni:

Styrkur til menningarstarfsemi og listsköpunar.

Höfuðtónskáld og ljóðskáld – Magnea Tómasdóttir, kr. 300.000

Tónleikar ætlaðir fólki með heilabilunarsjúkdóma. Margar rannsóknir sýna að tónlist í allri sinni mynd hefur mjög góð áhrif á fólk með heilabilunarsjúkdóma. Tónleikarnir verða á dagvinnutíma og dagþjálfarnir fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma á höfuðborgarsvæðinu yrði boðið að koma á tónleikana þeim að kostnaðarlausu.

Styrkur til rannsóknar verkefnis, brautryðjenda- eða þróunarstarfs.

Net-Works. – Sylvía Marsibil Bates, kr. 1.000.000

Doktorsverkefni við Háskóla Íslands. Saga uppsjáarvörpu og þróun hennar einnig verður skoðuð efnahagslega þýðing hennar.

UteamUp Horizon Uteamup ehf, kr. 3.000.000

Verkefnið heitir UteamUp Horizon og er fyrsti viðhaldsbúnaðurinn til þess að vera þróaður á íslandi í nær þrjá áratugi.  UteamUP Horizon er ætlað til að sameina hefðbundið viðhaldsforrit þar sem viðhald er skipulagt, haldið utan um verk og varahluti annars vegar og app þar sem snjalltæki eru notuð  til þess að taka við og deila upplýsingum.

Líðan, heilsa og öryggi sjómanna. -  Dr. Stefán Einarsson kr. 800.000

Rannsóknarverkefni um líðan, heilsu og öryggi sjómanna á íslenskum fiskiskipum. 92 sjómenn hjá fjórum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tóku þátt. Rannsóknina unnu Dr. Stefán Einarsson, Dr. Valdimar Briem og Dr. Haraldur Sigþórsson.