Fréttir 09 2021
mánudagur, 27. september 2021
Á dögunum mætti Jóhann Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, í heimsókn á málmiðnbraut VMA og færði öllum fyrsta árs nemum heilgalla að gjöf. Að gjöfinni standa Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT).
miðvikudagur, 22. september 2021
Akkur, styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.
þriðjudagur, 21. september 2021
Nú fer vetrarstarfið að byrja og fyrsta bridds-mót vetrarins verður fimmtudaginn 7. október og svo hálfsmánaðarlega til jóla:
Mótaröð:
Upphitun 7.okt.FIT-bikarinn 21. okt og 4. nóv.Hraðsveitakeppni 18. nóv.
þriðjudagur, 14. september 2021
Alls tóku 88 manns þátt í frábæru golfmóti sem iðnfélögin héldu fyrir sína félagsmenn hjá Golfklúbbi Akureyrar að Jaðri. Voru þáttakendur víðsvegar af landinu og voru menn almennt mjög ánægðir með þetta skemmtilega mót.
mánudagur, 13. september 2021
Ekki sama skítavinnan og fólk heldur
Vesturbæingurinn Emilía Björt Gísladóttir er tveggja barna móðir um þrítugt. Hún starfaði sem flugfreyja og var í flugnámi þegar hún ákvað að taka u-beygju og hefja nám í pípulögnum, án þess að hafa nokkra þekkingu á faginu.
miðvikudagur, 8. september 2021
GOLFMÓT IÐNFÉLAGANNA.
Golfmót Iðnfélaganna verður haldið þann 11. september á Jaðarsvelli Akureyri.
Mæting er kl: 12:00 og ræst út á öllum teigum kl 13.00.
Léttar veitingar fyrir leik og matur, en það er háð samkomutakmörkunum og skýrist þegar nær dregur.