mánudagur, 30. ágúst 2021
Ferð eldri félaga VM 2021 var farin 26. ágúst
Ferð eldri félaga VM var farin þann 26. ágúst. Farin var dagsferð um Reykjanesið þar sem m.a. var stiklað á stóru um ævi Hallgríms Péturssonar mesta sálmaskálds Íslendinga, en hann þjónaði sem prestur í Hvalnessókn á árunum 1644 til 1651. Lagt var af stað frá Stórhöfða um klukkan tíu um morguninn og þaðan ekið með um 50 manns í rútu sem leið lá í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og þaðan um Vatnsleysuströnd áður en haldið var í Hvalneskirkju.