miðvikudagur, 23. júní 2021
Skrifað undir kjarasamning við Ísal
Í kvöld var skrifað undir kjarasamning við ISAL en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi.