fimmtudagur, 26. mars 2020
Hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli
Nánar um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli hér
Nánar um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli hér
Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst 24. mars 2020 klukkan 11:00. Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins vegna Rio Tinto á Íslandi hf.
Félagsmenn VM eru hvattir til að hringja frekar á skrifstofuna, í síma 575-9800, en að koma þangað.Einnig má senda fyrirspurn á netfangið vm@vm.is.Öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.
Atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá ÍSAL lauk klukkan 13 í dag. Félagsmenn VM á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 eða 88,37% þeirra atkvæði. Já sögðu 36 eða 94,7% þeirra sem þátt tóku í kosningunni.
Sameiginleg auglýsing frá stéttarfélögum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf.; Verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja, VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT – félagi iðn- og tæknigreina og VR.
Formenn verkalýðsfélaga starfsfólks sem vinnur í álverinu í Straumsvík hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um að tilboði um eingreiðslu og framlengingu friðarskyldu sé hafnað og að undirbúningur verkfallsaðgerða sé hafinn.
Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans.
Í morgun var skrifað undir kjarasamning við Faxaflóahafnir. Samningurinn er á sömu nótum og samningar sem gerðir hafa verið undanfarið. Samningurinn verður kynntur næstu daga og kosið um hann í lok vikunnar.
Stjórn VM gagnrýnir harðlega þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu félaga í VM og Rio Tinto. Það er ekki boðlegt að tilbúinn samningur um kjör starfsmanna álversins sé notaður til þess að semja um verð á orku fyrir álverið sem er algjörlega óskylt mál.
Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu.