Fréttir 2020
fimmtudagur, 29. október 2020
Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í kvöld undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi hf. Efni kjarasamninganna verður nú kynnt starfsfólki sem fær í kjölfarið tækifæri til að greiða atkvæði um endanlegt gildi þeirra.
þriðjudagur, 27. október 2020
Dagbækur VM fyrir árið 2021 eru komnar. Eintök að bókinni liggja á borði fyrir framan móttöku VM á Stórhöfða 25. Félagsmenn geta líka haft samband við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.
föstudagur, 23. október 2020
Kosningu um kjarasamning VM við Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, vegna starfa vélstjóra á skipum Landhelgisgæslu Íslands, lauk kl. 10:00, 22. október 2020.
Á kjörskrá voru níu félagsmenn VM og tóku átta þeirra þátt í kosningunni - þátttaka því 88,9%.
fimmtudagur, 15. október 2020
Í dag var gengið frá samkomulagi við ISAL um frestun verkfallsaðgerða um eina viku. Þetta er gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning. Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.
miðvikudagur, 7. október 2020
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 ítrekum við að ekki er heimilt að nýta orlofshús og íbúðir VM fyrir sóttkví eða einangrun þegar um smit vegna Covid-19 er að ræða. Ef upp koma veikindi, staðfest covid-19 smit eða tilmæli um sóttkví á meðan á dvöl stendur er mikilvægt að láta skrifstofu VM vita til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.
miðvikudagur, 30. september 2020
Sameiginleg auglýsing frá stéttarfélögum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf.; Verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja, VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT – félagi iðn- og tæknigreina og VR.
mánudagur, 21. september 2020
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
Öll aðildarfélög ASÍ geta sent fulltrúa, einn aðalmann, einn varamann og aukafulltrúa á þingið, ásamt því hefur fráfarandi stjórn rétt til setu.
fimmtudagur, 17. september 2020
Gallarnir eru gjöf til nemenda sem eru að byrja á grunndeild málm- og véltæknigreina hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ætlast er til að nemendur séu klæddir göllunum þegar þeir stunda nám í verklegum greinum.
fimmtudagur, 10. september 2020
Framhaldsaðalfundur VM var haldinn 3. september s.l. á Grand Hótel í Reykjavík. Vegna Covid faraldursins og samkomubanns var ekki hægt að halda aðalfund félagsins með eðlilegum hætti fyrir lok apríl, eins og lög félagsins kveða á um.
þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Framhaldsaðalfundur VM verður haldinn fimmtudaginn 3.september kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Vegna sóttvarnarreglna þarf að skrá sig á fundinn. Hægt er að skrá sig í síma 5759800 eða með því að senda tölvupóst á netfangið vm@vm.