18.12.2020
Yfirlýsing frá stéttarfélögum sjómanna
Öryggi sjómanna stefnt í hættu
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í fyrradag og þess vegna er engin þyrla útkallshæf. Beðið er eftir að varahlutur berist til landsins.
Samkvæmt Landhelgisgæslunni á þyrlan að vera klár í kvöld, þá hefur Landhelgisgæslan verið þyrlulaus á þriðja sólarhring. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru mikið öryggistæki fyrir sjómenn, það er ámælisvert að þetta aðal öryggistæki sjómanna skuli ekki alltaf vera til staðar, þyrlur Landhelgisgæslunnar eru sjúkrabílar sjómanna.
Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda að ef sjóslys kemur upp og þyrlur Landhelgisgæslunnar eru ekki til taks. Það eru mannslíf í húfi og það á aldrei að spila með líf og heilsu fólks eins og núna er gert.
Við hvetjum yfirmenn Landhelgisgæsluna til þess að bæta verklag og ráðherra málaflokksins að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.
f.h VM félag vélstjóra og málmtæknimanna: Guðmundur Helgi Þórarinsson
formaður f.h Sjómannasamband Íslands: Valmundur Valmundarson
formaður f.h Félag Skipstjórnarmanna: Árni Bjarnason
formaður f.h Sjómannafélags Íslands: Bergur Þorkelsson formaður
f.h Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur: Einar Hannes Harðarson formaður