29.10.2020

Skrifað undir kjarasamninga í Straumsvík

Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í kvöld undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi hf. Efni kjarasamninganna verður nú kynnt starfsfólki sem fær í kjölfarið tækifæri til að greiða atkvæði um endanlegt gildi þeirra. Að baki er löng og ströng samningalota. Sá árangur sem nú hefur náðst er tilkominn vegna þeirrar ríku samstöðu og hvatningar sem samninganefndin hefur notið frá starfsfólki álversins í öllu því ferli.