23.10.2020

Samningar samþykktir hjá Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæslunni

Kosningu um kjarasamning VM við Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, vegna starfa vélstjóra á skipum Landhelgisgæslu Íslands, lauk kl. 10:00, 22. október 2020.

Á kjörskrá voru níu félagsmenn VM og tóku átta þeirra þátt í kosningunni - þátttaka því 88,9%.

Já, ég samþykki samninginn, sögðu 6, eða 75%. Tveir þátttakendur höfnuðu samningnum og

enginn skilaði auðu.

Samningurinn er því samþykktur með 75% greiddra atkvæða.


Kosningu um kjarasamning VM við Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs,

vegna starfa vélstjóra á skipum Hafrannsóknastofnunar, lauk kl. 10:00, 19. október 2020.

Á kjörskrá voru níu félagsmenn VM og tóku sjö þeirra þátt  í kosningunni - þátttaka því 77,8%.

Já, ég samþykki samninginn, sögðu 6, eða 85,7%. Einn þátttakandi hafnaði samningnum og

enginn skilaði auðu.

Samningurinn er því samþykktur með 85,7% greiddra atkvæða.