Fréttir 10 2020

straumsvik.jpg

fimmtudagur, 29. október 2020

Skrifað undir kjarasamninga í Straumsvík

Samninganefnd starfsfólks álversins í Straumsvík skrifaði í kvöld undir kjarasamninga við samninganefnd Rio Tinto á Íslandi hf. Efni kjarasamninganna verður nú kynnt starfsfólki sem fær í kjölfarið tækifæri til að greiða atkvæði um endanlegt gildi þeirra.

Dagbok-VM-2021.jpg

þriðjudagur, 27. október 2020

Dagbækur VM 2021

Dagbækur VM fyrir árið 2021 eru komnar. Eintök að bókinni liggja á borði fyrir framan móttöku VM á Stórhöfða 25. Félagsmenn geta líka haft samband við skrifstofu félagsins og fengið bókina senda heim.

Logo VM með texta

föstudagur, 23. október 2020

Samningar samþykktir hjá Hafrannsóknarstofnun og Landhelgisgæslunni

Kosningu um kjarasamning VM við Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, vegna starfa vélstjóra á skipum Landhelgisgæslu Íslands, lauk kl. 10:00, 22. október 2020. Á kjörskrá voru níu félagsmenn VM og tóku átta þeirra þátt í kosningunni - þátttaka því 88,9%.

straumsvik.jpg

fimmtudagur, 15. október 2020

Aðgerðum frestað um viku hjá ISAL

Í dag var gengið frá samkomulagi við ISAL um frestun verkfallsaðgerða um eina viku. Þetta er gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning. Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.

COVID-19.png

miðvikudagur, 7. október 2020

Orlofshús og orlofsíbúðir VM í ljósi Covid-19

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 ítrekum við að ekki er heimilt að nýta orlofshús og íbúðir VM fyrir sóttkví eða einangrun þegar um smit vegna Covid-19 er að ræða. Ef upp koma veikindi, staðfest covid-19 smit eða tilmæli um sóttkví á meðan á dvöl stendur er mikilvægt að láta skrifstofu VM vita til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.