21.9.2020
Ný stjórn ASÍ-UNG
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
Öll aðildarfélög ASÍ geta sent fulltrúa, einn aðalmann, einn varamann og aukafulltrúa á þingið, ásamt því hefur fráfarandi stjórn rétt til setu. Þingið sátu alls 30 fulltrúar, ásamt 8 starfsmönnum ASÍ og einum gesti. Fundarstjóri var Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ og fundarritari Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.
Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og óskum stjórnarmönnum öllum velfarnaðar í starfi.
Nýja stjórn skipa:
Alma Pálmadóttir, Efling-Stéttarfélag
Aron Máni Nindel Haraldsson, Félag tæknifólks í rafiðnaði
Ástþór Jón Tryggvason, Verkalýðsfélag Suðurlands
Guðmundur Hermann Salbergsson, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Gundega Jaunlinina, Verkalýðsfélagið Hlíf
Hulda Björnsdóttir, FVSA
Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, VR
Magdalena Samsonowicz, Efling-Stéttarfélag
Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR
Varastjórn:
Birkir Snær Guðjónsson, AFL Starfsgreinafélag
Elín Ósk Sigurðardóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur