Fréttir 09 2020
miðvikudagur, 30. september 2020
Sameiginleg auglýsing frá stéttarfélögum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf.; Verkalýðsfélaginu Hlíf, Félagi íslenskra rafvirkja, Félagi rafeindavirkja, VM – félagi vélstjóra og málmtæknimanna, FIT – félagi iðn- og tæknigreina og VR.
mánudagur, 21. september 2020
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
Öll aðildarfélög ASÍ geta sent fulltrúa, einn aðalmann, einn varamann og aukafulltrúa á þingið, ásamt því hefur fráfarandi stjórn rétt til setu.
fimmtudagur, 17. september 2020
Gallarnir eru gjöf til nemenda sem eru að byrja á grunndeild málm- og véltæknigreina hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ætlast er til að nemendur séu klæddir göllunum þegar þeir stunda nám í verklegum greinum.
fimmtudagur, 10. september 2020
Framhaldsaðalfundur VM var haldinn 3. september s.l. á Grand Hótel í Reykjavík. Vegna Covid faraldursins og samkomubanns var ekki hægt að halda aðalfund félagsins með eðlilegum hætti fyrir lok apríl, eins og lög félagsins kveða á um.