Fréttir 03 2020

isal-1024x683.jpg

föstudagur, 27. mars 2020

Niðurstöður atkvæðagreiðslu hjá Rio Tinto á Íslandi

Í dag kl. 11 lauk atkvæðagreiðslum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. um kjarasamninga sem samninganefndir skrifuðu undir 20. mars sl en er afturvirkur frá 1. júní 2019.  Niðurstöður voru sem hér segir: Verkalýðsfélagið Hlíf og VR Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu 224 155 (69,20%) 143 (92,26%) 9 (5,81%) 3 (1,94%) Félög iðnaðarmanna Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu 91 82 (90,11%) 71 (86,59%) 10 (12,20%) 1 (1,22%) Bæði starfsmenn sem eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR annars vegarog starfsmenn sem eru í FIT, VM, Félagi rafeindavirkja og Félagi íslenskra rafvirkja hins vegarsamþykktu kjarasamninga félaganna með yfirgnæfandi meirihluta.

straumsvik.jpg

föstudagur, 20. mars 2020

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning í ÍSAL

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands vegna Félags íslensra rafvirkja og Félags rafeindavirkja og FIT – Félags iðn- og tæknigreina hins vegar hefst 24. mars 2020 klukkan 11:00. Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf.

þriðjudagur, 17. mars 2020

Þjónusta skrifstofu VM vegna Covid-19

Félagsmenn VM eru hvattir til að hringja frekar á skrifstofuna, í síma 575-9800, en að koma þangað.Einnig má senda fyrirspurn á netfangið vm@vm.is.Öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

föstudagur, 13. mars 2020

Kosning um verkfall hjá ÍSAL

Atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá ÍSAL lauk klukkan 13 í dag. Félagsmenn VM á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 eða 88,37% þeirra atkvæði. Já sögðu 36 eða 94,7% þeirra sem þátt tóku í kosningunni.

COVID-19.png

mánudagur, 2. mars 2020

COVID-19 og fjarvistir frá vinnu

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans.