Fréttir 2019
föstudagur, 11. janúar 2019
Í vikunni hafa verið haldir fjölmargir samningafundir með viðsemjendum okkar hjá Samtökum atvinnulífsins. Sérkröfur iðnaðarmannafélaganna hafa verið ræddar sem er mikilvægt í þessu ferli. Dæmi um okkar kröfur er stytting vinnuvikunnar.
mánudagur, 7. janúar 2019
Guðmundur Helgi formaður VM var í útvarpsviðtali laugardaginn 5. janúar í þættinum Vinnuskúrinn. Hann var þar gestur Gunnars Smára Egilssonar ásamt Guðbjörgu Kristmundsdóttur verðandi formanns Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.
föstudagur, 4. janúar 2019
Í gær var samningafundur iðnaðarmannafélaganna með Samtökum atvinnulífsins haldinn. Þetta var fyrsti fundurinn á árinu en iðnaðarmenn hafa fundað með SA síðan í lok nóvember. Á þessum fundum hafa ýmsar kröfur félaganna verið ræddar en í gær var verklag næstu vikna rætt og ljóst að nokkuð stíft verður fundað næstu vikurnar.
fimmtudagur, 3. janúar 2019
Líkt og verið hefur stóð VM fyrir fundum á milli jóla og nýárs fyrir vélstjóra á sjó. Góð mæting var á fundina en fundað var í Reykjavík, Ólafsvík, Vestmannaeyjum á Akureyri og á Reyðarfirði. Fyrir jól var fundur á Höfn í Hornarfirði og félagsmenn VM á Vestfjörðum tóku þátt á fundinum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað á Ísafirði.