Fréttir 2019

Logo VM með texta

þriðjudagur, 26. febrúar 2019

Kjaradeilu iðnaðarmanna vísað til Ríkissáttasemjara

Í gær mánudaginn 25. febrúar tók samninganefnd iðnaðarmanna þá ákvörðun að vísa kjaradeilu iðnaðarmanna og SA til ríkissáttasemjara.  Í morgun fór Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM ásamt Benóný Harðarsyni starfsmanni kjaradeildar VM til ríkissáttasemjara og færði henni vísun VM.

IDAN-namskeid.jpg

mánudagur, 25. febrúar 2019

Námskeið - IÐAN

Mörg spennandi námskeið eru í boði hjá IÐUNNI. Hefur þú kynnt þér námskeiðin sem í boði eru? Smelltu hér og kynntu þér hvað er í boði.

Logo VM með texta

föstudagur, 22. febrúar 2019

Breyting á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs VM

Stjórn sjúkrassjóðs VM hefur tekið þá ákvörðun að hækka þátttöku sjóðsins í forvarnarstyrkjum í 100% af kostnaði sjóðsfélaga vegna krabbameinsleitar, lungna, ristilskoðunar, hjartaskoðunar og heyrnamælinga í stað 90% áður.

Borgarhotsskóli18.2.2019.JPG

mánudagur, 18. febrúar 2019

VM færði Borgarholtsskóla sloppa fyrir nemendur

Sú hefð hefur skapast innan VM að færa nemendum í málm og véltæknigreinum í Borgarhotsskóla sloppa sem þeir geta nýtt í kennslu í verklegum greinum hjá sér. Guðmundur Helgi formaður VM fór á staðinn og ræddi við starfsfólk og nemendur í heimsókn sinni.

össur14.2.20195.JPG

fimmtudagur, 14. febrúar 2019

Vinnustaðafundur í Héðni

Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum VM á vinnustöðum. Efni fundanna er staða kjarasamningamála og að heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 12. febrúar 2019

Páskaúthlutun 2019

Opið er fyrir umsóknir frá 13. til og með 25. febrúar. Úthlutað verður 26. febrúar og vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir. Eingöngu er hægt að sækja um orlofshús/íbúðir í gegnum félagavef Inneign orlofspunkta ræður því hver fær bústað.

össur5.2.20197.JPG

þriðjudagur, 5. febrúar 2019

Vinnustaðafundur í Össur

Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum sínum á vinnustöðum. Efni fundanna er staða kjarasamningamála og heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 23. janúar 2019

Eingreiðsla fyrir félagsmenn VM sem starfa hjá sveitarfélögum

VM vill minna félagsmenn, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, á sérstaka eingreiðslu, kr. 49.000, sem á að greiðast þann 1. febrúar 2019. Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018.

Iðan2.JPG

þriðjudagur, 22. janúar 2019

Hefur þú kynnt þér Iðuna fræðslusetur?

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar.