Fréttir 2019

Logo VM með texta

föstudagur, 26. apríl 2019

Staða viðræðna

Staða kjaraviðræðna iðnaðarmannafélagann og SA er á viðkvæmu stigi eins og sakir standa. Samningaviðræður hafa verið að mjakast og hefur verið ákveðið að hittast aftur á morgun. Ljóst er þó að hlutirnir þurfa að ganga hraðar á morgun ef samningar eiga að takast á allra næstu dögum.

IMG_9591.JPG

þriðjudagur, 23. apríl 2019

Heimsókn frá Dansk Metal

Á skírdag komu félagar okkar frá Dansk Metal í heimsókn til okkar og fengu að kynna sér starfsemi félagsins. Hópurinn sem kom að heimsækja okkur er frá Fjóni í Danmörku og kom til að kynna sér starfsemi stéttarfélaga á Íslandi í samanburði við félög í Danmörku.

Logo VM með texta

mánudagur, 8. apríl 2019

Staða kjaraviðræðna

Þann 3. apríl síðastliðinn skrifuðu Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasambandið undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Enn er ekki búið að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir iðnaðaramenn en formlegur fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag.

Gildi-logo.png

föstudagur, 5. apríl 2019

Ársfundur Gildis

Ársfundur Gildis 2019 og ársskýrsla Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn klukkan 17.00 fimmtudaginn 11. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Kynning ársreiknings.

mynd frá aðalfundi.png

mánudagur, 1. apríl 2019

Aðalfundur VM 2019

Aðalfundur VM fór fram föstudaginn 29. mars Á Hallveigarstíg 1 í miðbæ Reykjavíkur. Góð mæting var á aðalfundinn og ljóst er að félagsmenn eru áhugasamir að fá fréttir af félaginu.   Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf eins og skýrsla formanns, ársreikningar kynntir og lagabreytingar.

Logo VM með texta

föstudagur, 22. mars 2019

Aðalfundur VM – reikningar og ársskýrsla

Aðalfundur VM verður haldinn þann 29. mars 2019Fundarstaður: Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík.Fundurinn hefst klukkan 17:00. ATH BREYTTA STAÐSETNINGU AÐALFUNDAR VM 2019! Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars 2019 hefur stjórn VM tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grandhótel Reykjavík.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 19. mars 2019

Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA

Iðn­að­ar­menn slitu samn­inga­við­ræðum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir hádegi í dag, þriðjudaginn 19. mars. Stöðumat samninganefndar iðnaðarmanna var að ekki yrði lengra haldið án þess að setja meiri þrýsting á Samtök atvinnulífsins.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 12. mars 2019

Nýjung! Rafrænar umsóknir hjá sjúkrasjóði.

Núna er hægt að sækja rafrænt um styrki í sjúkrasjóð VM. Fyrst verður opnað á styrki úr sjúkrasjóði og er kominn hlekkur undir hvern og einn inn á rafrænu umsóknargáttina. Einnig verður fyrst um sinn í boði að gera eins og áður þ.

Namskeid-um-lifeyrismal.jpg

miðvikudagur, 6. mars 2019

Námskeið um lífeyrismál

Þriðjudaginn 5. mars var haldið námskeið um lífeyrismál hjá VM. Mjög fín mæting og mikil ánægja var með námskeiðið.  Næsta námskeið verður haldið þriðjudaginn 12. mars, fullbókað er á það námskeið. Þeir sem vilja fylgjast með námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað geta haft samband við skiptiborð VM í síma 575 9800 eða á netfangið vm@vm.