Fréttir 2019

Logo VM með texta

þriðjudagur, 25. júní 2019

Endurskoðuð viðræðuáætlun hjá VM og samninganefnd ríkisins

Samninganefnd ríkisins og Félag vélstjóra og málmtæknimanna sammælast um að endurskoða viðræðuáætlun sem undirrituð var 14. febrúar 2019. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 30. september 2019. Hægt er að nálgast samkomulagið hér.

IMG_9712.JPG

fimmtudagur, 13. júní 2019

Ferð eldri félaga VM 2019

Ferð eldri félaga VM var farin þann 12. júní. Farin var dagsferð um uppsveitir Árnessýslu þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.

_MG_0142.jpg

mánudagur, 3. júní 2019

Heiðranir sjómanna 2019

Sjómannadagurinn fór fram í blíðskapar veðri um allt land núna um helgina. Eins og undanfarin ár voru sjómenn heiðraðir víðsvegar um landið á sjómannadaginn fyrir störf sín. Stefán Pétur Hauksson, yfirvélstjóri á Margréti EA 710, fékk neistann, viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.

Trausti-og-Helgi-Már.jpg

föstudagur, 31. maí 2019

Sjómannadagurinn 2019 dagskrá

Sunnudagur 2. júní Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna hér  08:00 – 17:00 Hvalaskoðun hjá Special Tours, Wildlife Adventures – 50% afsláttur 09:00 – 21:00 Aurora Reykjavík, Norðurljósasafnið 10:00 – 17:00 Heimsókn um borð í varðskipið Óðinn 10:00 – 17:00 Whales of Iceland, Hvalasafnið 10:00 – 17:00 Fiskur og fólk.

golfmot-idnarmanna.2019.png

þriðjudagur, 14. maí 2019

Golfmót iðnfélaganna

Golfmót iðnfélaganna verður haldið þann 8. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru. Mótsgjald er 4.500 kr. Innifalið er spil á velli og matur að loknu spili. Vegleg verðlaun í boði Sjá auglýsingu stóra Rafræn skráning hér.

undirskrift.jpg

þriðjudagur, 7. maí 2019

Ítarleg kynning á almennum kjarasamning

Mánudaginn 6. maí var kynningarfundur um almenna kjarasamning VM við SA sem skrifað var undir í síðustu viku.  Góð mæting var á fundinn og þá sérstaklega í gegnum fjarfundarbúnað. Gaman er að sjá að fólk nýtir sér tæknina.

guðm.hegiskrifarundir.jpg

föstudagur, 3. maí 2019

Kynning á kjarasamning VM við SA

Í nótt var skrifað undir almennan kjarasamning VM við Samtök atvinnulífsins. Sérstakur kynningarfundur verður mánudaginn 6. maí klukkan 20:00 í húsnæði VM að Stórhöfða 25. Fundurinn verður einnig sendur út í fjarfundi.

undirskrift.jpg

föstudagur, 3. maí 2019

Skrifað undir kjarasamning við SA

Viðræðunefnd VM skrifaði undir kjarasamning við SA klukkan 01.30 í nótt. Næsta verkefni er að kynna samninginn fyrir félagsmönnum VM og setja samninginn í kosningu.  Stefnt er að hafa kynningarfund í upphafi næstu viku um samninginn.