Fréttir 2019
miðvikudagur, 9. október 2019
Þann 7. október s.l. var þess minnst að 100 ár eru frá því að norræna vélstjórasambandið (Nordiska Maskinbefälsfederationen –NMF) var stofnað. Tímamótanna var minnst með hátíðarfundi í Kaupmannahöfn.
Í febrúar 1919 stóðu vélstjórafélögin í Noregi, Danmörku og Svíþjóð að stofnun sambandsins, eftir nokkurn aðdraganda.
þriðjudagur, 1. október 2019
Helgi Arnlaugsson fæddist 17. mars 1923 og lést þann 15. september 2019. Útför hans fór fram frá Lindakirkju 23.september sl.
Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem rak hænsna- og kúabú í Haga við Hofsvallagötu.
þriðjudagur, 3. september 2019
Vegna íbúða á Akureyri og í Reykjavík. Frá 1. okt. næstkomandi verður farið að innheimta gjald fyrir brottfaraþrif á íbúðunum á Akureyri og í Reykjavík. Þrifagjald er 3000 kr fyrir fyrstu nótt og 500 kr fyrir hverja nótt eftir það.
fimmtudagur, 29. ágúst 2019
Velkomin á LÝSU Rokkhátíð samtalsins 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri.Allir velkomnir, engin aðgangseyrir, komdu og vertu með í samtalinu!
LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið.
þriðjudagur, 13. ágúst 2019
Framundan er golfmót á Norðurlandi fyrir félagsmenn iðnaðarmannafélaganna, félagsmenn VM eru þar á meðal að sjálfsögðu. Mótið fer fram laugardaginn 31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri. Mæting á mótið er kl.
föstudagur, 19. júlí 2019
Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í lok ágúst 2019.
Vegna þessa munu kaupskipaútgerðirnar greiða eingreiðslu að upphæð 130.000 kr.
föstudagur, 12. júlí 2019
Í gær 11. júlí var skrifað undir kjarasamning VM við Norðurorku.
Búið er að kjósa um samninginn en 7 voru á kjörskrá.
Kjörsókn var 100%
Já sögðu allir.
Samningurinn hefur því verið samþykktur.
Hægt er að nálgast viðbætur við fyrri samning hér en samningsaðilar skuldbinda sig að vera búnir að uppfæra texta heildarkjarasamnings fyrir 1.6.2020.
fimmtudagur, 4. júlí 2019
Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019.
Vegna þessa munu Faxaflóahafnir greiða eingreiðslu að upphæð 105.000 kr.
mánudagur, 1. júlí 2019
Samningsaðilar hafa komið sér saman um frestun á viðræðum vegna sumarleyfa og munu samninganefndir hefja aftur viðræður í september 2019.
Vegna þessa munOrkubú vestfjarða greiða eingreiðslu að upphæð 153.000 kr.
föstudagur, 28. júní 2019
Samninganefnd sveitarfélaga og VM sammælast um að endurskoða viðræðuáætlun sem undirrituð var fyrr á árinu. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 30. september 2019.
Hægt er að nálgast samkomulagið hér
Þetta samkomulag nær yfir félagsmenn VM sem starfa hjá sveitarfélögum.