Fréttir 2019

Logo VM

fimmtudagur, 19. desember 2019

Fyrirtækjasamningur í Marel samþykktur

Í vikunni var gengið frá fyrirtækjasamning í Marel fyrir hönd félagsmanna VM, Rafiðnaðarsambandsins og Fit. Fyrirtækjasamningar eru gerðir á grundvelli 5. kafla kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en sá kafli var töluvert lagaður í kjarasamningnum sem skrifað var undir vor.

Logo VM

miðvikudagur, 11. desember 2019

Kjarasamningur VM vegna vélstjóra á sanddæluskipum

Mánudaginn 9. desember skrifaði VM undir kjarasamning vegna vélstjóra á sanddæluskipum.  Í gær þriðjudag fór svo fram kynning og kosning um samninginn.  Samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Logo VM með texta

föstudagur, 29. nóvember 2019

Kjarasamningur VM við sveitarfélögin samþykktur

Kosningu um kjarasamning VM við sveitarfélögin lauk klukkan á hádegi 28. nóvember 2019.Á kjörskrá voru 42 félagar í VM og tóku 30 þeirra þátt í kosningunni. Þátttaka því rúm 71%. Já sögðu 17, eða 56,67% þátttakenda.

Undirr6.jpg

fimmtudagur, 14. nóvember 2019

Kjarasamningur við sveitarfélög undirritaður

Í gær, 13. nóvember 2019, undirrituðu iðnaðarmannafélögin kjarasamninga við Samband sveitarfélaga.Samningarnir kveða á um hækkanir í takt við aðra samninga á vinnumarkaði.Vegna reglna um að takmarka eigi mismunun starfsmanna eftir aldri, fá allir starfsmenn sveitarfélaga 30 daga orlof óháð aldri eða starfsaldri.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 13. nóvember 2019

Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur

Kosningu um kjarasamning VM, Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar við Landsvirkjun lauk á miðnætti 11. nóvember 2019.Félögin kusu sameiginlega um samninginn.Á kjörskrá voru 102 og tóku 86, eða 84,3%, þátt í kosningunni.

föstudagur, 25. október 2019

Kjarakönnun VM 2019

Kjarakönnun VM 2019 meðal félagsmanna sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar og sendi tölvupóst með slóð á könnunina í gær, 24. október 2019, á þá þátttakendur sem eru á tölvupóstfangalista VM.

Namskeid-um-lifeyrismal.jpg

fimmtudagur, 17. október 2019

Námskeið um lífeyrismál fyrir VM

VM býður félagsmönnum sínum á námskeið um lífeyrismál fimmtudaginn 7. nóvember n.k. kl. 19.30. Athugið að makar félagsmanna eru velkomnir með á námskeiðið. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum VM að Stórhöfða 25 í fundarsal félagsins á 3. hæð.