19.12.2019
Fyrirtækjasamningur í Marel samþykktur
Í vikunni var gengið frá fyrirtækjasamning í Marel fyrir hönd félagsmanna VM, Rafiðnaðarsambandsins og Fit. Fyrirtækjasamningar eru gerðir á grundvelli 5. kafla kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en sá kafli var töluvert lagaður í kjarasamningnum sem skrifað var undir vor. Möguleg vinnutímastytting tekur gildi 1. apríl 2020 en þá styttingu á að semja um í hverju og einu fyrirtæki.
Á kjörskrá voru 174
Fjöldi sem tók þátt var 143 eða 82,18%.
Já sögðu 135 eða 94,41%
Nei sögðu 4 eða 2,80%
Sátu hjá voru 4 eða 2,80%
Vaktavinnusamningur
Á kjörskrá voru 41
Fjöldi sem tók þátt var 31 eða 75,61%
Já sögðu 31 eða 100%
Starfsmenn VM hjálpa félagsmönnum við gerð fyrirtækjasamninga og koma að samningaviðræðum um styttingu vinnuvikunnar ef þess er óskað. VM minnir á möguleikan að semja um að stytta virkan vinnutíma í 36 klst starx 1. apríl 2020.