13.11.2019
Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur
Kosningu um kjarasamning VM, Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar við Landsvirkjun lauk á miðnætti 11. nóvember 2019.
Félögin kusu sameiginlega um samninginn.
Á kjörskrá voru 102 og tóku 86, eða 84,3%, þátt í kosningunni.
Já sögðu 73 eða 84,88%.
Nei sögðu 11 eða 12,79%.
Tveir skiluðu auðu.
Samningurinn var því samþykktur með tæpum 85% greiddra atkvæða.