Fréttir 11 2019
föstudagur, 29. nóvember 2019
Kosningu um kjarasamning VM við sveitarfélögin lauk klukkan á hádegi 28. nóvember 2019.Á kjörskrá voru 42 félagar í VM og tóku 30 þeirra þátt í kosningunni. Þátttaka því rúm 71%.
Já sögðu 17, eða 56,67% þátttakenda.
fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Í gær, 13. nóvember 2019, undirrituðu iðnaðarmannafélögin kjarasamninga við Samband sveitarfélaga.Samningarnir kveða á um hækkanir í takt við aðra samninga á vinnumarkaði.Vegna reglna um að takmarka eigi mismunun starfsmanna eftir aldri, fá allir starfsmenn sveitarfélaga 30 daga orlof óháð aldri eða starfsaldri.
miðvikudagur, 13. nóvember 2019
Kosningu um kjarasamning VM, Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar við Landsvirkjun lauk á miðnætti 11. nóvember 2019.Félögin kusu sameiginlega um samninginn.Á kjörskrá voru 102 og tóku 86, eða 84,3%, þátt í kosningunni.
föstudagur, 8. nóvember 2019
Kosningu um kjarasamning vélstjóra á kaupskipum lauk fimmtudaginn 7. nóvember 2019.
Kjörsókn var 75,56%.
52,94% samþykktu samninginn.
44,12% höfnuðu samninginn.
2,94% skiluðu auðu.