Fréttir 10 2019

föstudagur, 25. október 2019

Kjarakönnun VM 2019

Kjarakönnun VM 2019 meðal félagsmanna sem starfa í landi er hafin. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sér um framkvæmd könnunarinnar og sendi tölvupóst með slóð á könnunina í gær, 24. október 2019, á þá þátttakendur sem eru á tölvupóstfangalista VM.

Namskeid-um-lifeyrismal.jpg

fimmtudagur, 17. október 2019

Námskeið um lífeyrismál fyrir VM

VM býður félagsmönnum sínum á námskeið um lífeyrismál fimmtudaginn 7. nóvember n.k. kl. 19.30. Athugið að makar félagsmanna eru velkomnir með á námskeiðið. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum VM að Stórhöfða 25 í fundarsal félagsins á 3. hæð.

Setning-nmf100.jpg

miðvikudagur, 9. október 2019

100 ára afmæli norræna vélstjórasambandsins

Þann 7. október s.l. var þess minnst að 100 ár eru frá því að norræna vélstjórasambandið (Nordiska Maskinbefälsfederationen –NMF) var stofnað. Tímamótanna var minnst með hátíðarfundi í Kaupmannahöfn. Í febrúar 1919 stóðu vélstjórafélögin í Noregi, Danmörku og Svíþjóð að stofnun sambandsins, eftir nokkurn aðdraganda.

Helgi Arnlaugsson.jpg

þriðjudagur, 1. október 2019

Helgi Arnlaugsson heiðursfélagi VM er látinn

Helgi Arnlaugsson fæddist 17. mars 1923 og lést þann 15. september 2019. Útför hans fór fram frá Lindakirkju 23.september sl. Á unglingsárunum vann Helgi hjá föður sínum sem rak hænsna- og kúabú í Haga við Hofsvallagötu.