3.9.2019
Orlofsíbúðir á Akureyri og í Reykjavík
Vegna íbúða á Akureyri og í Reykjavík.
Frá 1. okt. næstkomandi verður farið að innheimta gjald fyrir brottfaraþrif á íbúðunum á Akureyri og í Reykjavík. Þrifagjald er 3000 kr fyrir fyrstu nótt og 500 kr fyrir hverja nótt eftir það.
Frágangur félagsmanna verður þá eftirfarandi
Leigandi á að ganga snyrtilega um íbúðina og við brottför á að, þurka af borðum, taka úr uppþvottavél, Þrífa bakaraofn, þrífa ískáp, þrífa og ganga frá grilli, henda öllu rusli og ganga frá líni í þvottakörfu og skilja eftir í geymslu.
Á Akureyri eru komin lyklabox við íbúðirnar en afhending lykla af Mánatúni verður áfram á skrifstofu félagsins.
Brottfararþrif eru nú þegar komin í gildi á Akureyri en byrja í Reykjavík 9. september.