29.8.2019
LÝSA – rokkhátíð
Velkomin á LÝSU Rokkhátíð samtalsins 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri.
Allir velkomnir, engin aðgangseyrir, komdu og vertu með í samtalinu!
LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Þar fara fram fjörugar umræður í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.
LÝSA býður öllum að koma og varpa ljósi á sín málefni.
Markmið
LÝSA vill efla samtalið um samfélagið og hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka, atvinnulífs og stjórnmálafólks. Þannig aukum við skilning og traust í samfélaginu.
Aðstandendur
Aðstandendur LÝSU eru Almannaheill og framkvæmdaraðili er Menningarfélag Akureyrar. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Velferðarráðuneytið og Akureyrarbær styrkja hátíðina.
Aðdragandi
Lýsa er lýðræðishátíð að norrænni fyrirmynd en álíka hátíðir eru Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi, í þeim tilgangi að skapa samræðuvettvang á jafnréttisgrundvelli.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.