Fréttir 06 2019
föstudagur, 28. júní 2019
Samninganefnd sveitarfélaga og VM sammælast um að endurskoða viðræðuáætlun sem undirrituð var fyrr á árinu. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 30. september 2019.
Hægt er að nálgast samkomulagið hér
Þetta samkomulag nær yfir félagsmenn VM sem starfa hjá sveitarfélögum.
þriðjudagur, 25. júní 2019
Samninganefnd ríkisins og Félag vélstjóra og málmtæknimanna sammælast um að endurskoða viðræðuáætlun sem undirrituð var 14. febrúar 2019. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 30. september 2019.
Hægt er að nálgast samkomulagið hér.
föstudagur, 21. júní 2019
Bjarg íbúðafélag fagnaði tímamóAfhentu fyrsta leigjandanum íbúð hjá Bjargi íbúðafélagitum í starfsemi félagsins í dag þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi.
fimmtudagur, 13. júní 2019
Ferð eldri félaga VM var farin þann 12. júní. Farin var dagsferð um uppsveitir Árnessýslu þar sem m.a. verður stiklað á stóru um ævi Sigríðar Tómasdóttur, eins merkasta brautryðjanda í náttúruvernd á Íslandi.
mánudagur, 3. júní 2019
Sjómannadagurinn fór fram í blíðskapar veðri um allt land núna um helgina.
Eins og undanfarin ár voru sjómenn heiðraðir víðsvegar um landið á sjómannadaginn fyrir störf sín.
Stefán Pétur Hauksson, yfirvélstjóri á Margréti EA 710, fékk neistann, viðurkenningu VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.