18.2.2019

VM færði Borgarholtsskóla sloppa fyrir nemendur

Sú hefð hefur skapast innan VM að færa nemendum í málm og véltæknigreinum í Borgarhotsskóla sloppa sem þeir geta nýtt í kennslu í verklegum greinum hjá sér. 

Guðmundur Helgi formaður VM fór á staðinn og ræddi við starfsfólk og nemendur í heimsókn sinni. Þar kom fram að um 80-90 eru í námi í dagskóla í málm- og véltæknigreinum í skólanum og um 50 í dreifnámi sem er kennt um helgar og á kvöldin. 

Það er skemmtilegt að hitta framtíðar félagsmenn VM og gott að sýna þeim strax að VM stendur við bakið á sínum félagsmönnum. Hvort sem það eru núverandi félagsmenn eða félagsmenn framtíðarinnar.