5.2.2019

Vinnustaðafundur í Össur

Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum sínum á vinnustöðum. Efni fundanna er staða kjarasamningamála og heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA. 

Í dag heimsótti VM fyrirtækið Össur, Guðmundur Helgi formaður VM kynnti þær hugmyndir sem upp hafa komið við samningaborðið og hver staða mála væri. Góðar umræður sköpuðust á fundinum.

Það er mikilvægt fyrir þá sem starfa hjá félaginu að heyra í hinum almenna félagsmanni svo að skrifstofa félagsins og félagsmenn VM gangi í takt í þeim viðræðum sem núna eiga sér stað við SA um nýjan kjarasamning.