Fréttir 02 2019
þriðjudagur, 26. febrúar 2019
Í gær mánudaginn 25. febrúar tók samninganefnd iðnaðarmanna þá ákvörðun að vísa kjaradeilu iðnaðarmanna og SA til ríkissáttasemjara.
Í morgun fór Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM ásamt Benóný Harðarsyni starfsmanni kjaradeildar VM til ríkissáttasemjara og færði henni vísun VM.
mánudagur, 25. febrúar 2019
Mörg spennandi námskeið eru í boði hjá IÐUNNI. Hefur þú kynnt þér námskeiðin sem í boði eru?
Smelltu hér og kynntu þér hvað er í boði.
föstudagur, 22. febrúar 2019
Stjórn sjúkrassjóðs VM hefur tekið þá ákvörðun að hækka þátttöku sjóðsins í forvarnarstyrkjum í 100% af kostnaði sjóðsfélaga vegna krabbameinsleitar, lungna, ristilskoðunar, hjartaskoðunar og heyrnamælinga í stað 90% áður.
mánudagur, 18. febrúar 2019
Sú hefð hefur skapast innan VM að færa nemendum í málm og véltæknigreinum í Borgarhotsskóla sloppa sem þeir geta nýtt í kennslu í verklegum greinum hjá sér. Guðmundur Helgi formaður VM fór á staðinn og ræddi við starfsfólk og nemendur í heimsókn sinni.
fimmtudagur, 14. febrúar 2019
Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum VM á vinnustöðum.
Efni fundanna er staða kjarasamningamála og að heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.
þriðjudagur, 12. febrúar 2019
Opið er fyrir umsóknir frá 13. til og með 25. febrúar.
Úthlutað verður 26. febrúar og vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir.
Eingöngu er hægt að sækja um orlofshús/íbúðir í gegnum félagavef
Inneign orlofspunkta ræður því hver fær bústað.
þriðjudagur, 5. febrúar 2019
Formaður og starfsfólk VM er þessa dagana að funda með félagsmönnum sínum á vinnustöðum. Efni fundanna er staða kjarasamningamála og heyra skoðun félagsmanna á því hver næstu skref eiga að vera í samningamálum félagsins við SA.