miðvikudagur, 11. janúar 2017
Staða viðræðna VM við SFS 11. janúar
Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag og viðræðunum verður haldið áfram á morgun, fimmtudag.
Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag og viðræðunum verður haldið áfram á morgun, fimmtudag.
„Það er fátt að frétta af samningaviðræðunum í Karphúsinu,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM. Hann segir mál í kjaraviðræðum VM og útgerðarinnar lítt þokast áfram. Hann segist bundinn trúnaði um það sem þó hefur verið rætt.
Vélstjórar sem eru ráðnir í fullt starf eiga rétt á því að vinna fulla vinnu. Við þær aðstæður sem nú eru, þ.e. hásetar eru í verkfalli en vélstjórar ekki, er átt við að þeir eigi rétt á að vinna a.m.
Vélstjórar svara hvaða áherslur þeir vilja hafa í kjaraviðræðum: Útreikningar verði skiljanlegir Samhliða könnun um áherslur í kjaraviðræðum VM og SFS, tjáðu nokkrir vélstjórar sig um hvað annað, en spurt var um beint, hvað þeir vildu sjá taka breytingum.
Könnun meðal vélstjóra á fiskiskipum á því hvaða atriði samninganefnd VM á að leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lauk í dag.Alls svöruðu 233 eða tæplega 49% þeirra vélstjóra sem starfa á samningi VM við SFS.