Fréttir 2017
mánudagur, 29. maí 2017
Sundlaugin á Laugarvatni verður opnuð föstudaginn 02.06.2017. Opnunartími er eins og áður hefur verið frá kl. 10.00 til kl. 20.00.
Tjaldvæðið á Laugarvatni opnar að hluta föstudaginn 02.06.2017. Það verða nokkur stæði sem opna seinna í júní.
mánudagur, 15. maí 2017
VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing á kjarasviði
Leitað er að öflugum og framsæknum einstaklingi með mikla þjónustulund sem hefur áhuga á kjara- og réttindamálum launafólks.
föstudagur, 12. maí 2017
Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum á vegum VM. Þær nefndir sem skipa á í eru Lífeyrisnefnd VM og Fagnefnd sjómanna. Nánari upplýsingar um nefndirnar eru hér að neðan. Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið gudnig@vm.
miðvikudagur, 10. maí 2017
Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.
miðvikudagur, 3. maí 2017
Samkvæmt almenna kjarasamning VM við SA hækka laun og launatengdir liðir um 4,5% frá og með 1. maí 2017. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar þann 1. júní næstkomandi.
þriðjudagur, 25. apríl 2017
Aðalfundur VM var haldinn þann 7. apríl 2017 á Hilton Reykjavík Nordica.
Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Tillaga stjórnar VM um breytingar á vinnudeilu- og verkbannssjóði VM var samþykkt.
miðvikudagur, 19. apríl 2017
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem felur í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. Þar á meðal má nefna:
• Skerða á réttindi atvinnuleitenda og stytta á bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24 mánuði.
föstudagur, 31. mars 2017
Aðalfundur VM verður haldinn þann 7. apríl 2017 á Hilton Reykjavík Nordica, Salur: H - I.Fundurinn hefst klukkan 17:00.
Hér má sjá dagskrá og gögn aðalfundar VM
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu VM.
fimmtudagur, 16. mars 2017
Auglýst er eftir rekstraraðila/-aðilum til að hafa umsjón með ogannast rekstur golfvallar og skála Golflúbbsins Dalbúa í Miðdalvið Laugavatn sumarið 2017.
Golflúbburinn Dalbúi var stofnaður 1989 og rekur 9 holugolfvöll í Miðdal, sem er aðeins innan við Laugarvatn.
miðvikudagur, 8. mars 2017
Velkomin á Lífeyrismál.isLandssamtök lífeyrissjóða bjóða þig velkominn á nýjan vef samtakanna.Nýi vefurinn sameinar fjórar vefsíður í eina upplýsingasíðu um lífeyrismál til að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum um lífeyrismál.