Fréttir 2017

IMG_0626.JPG

fimmtudagur, 24. ágúst 2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Farin var dagsferð til Akraness með eldri félagsmönnum VM og mökum þeirra þann 23. ágúst sl. Ferðin hófst um morguninn hjá VM á Stórhöfðanum í Reykjavík og var ekið með 70 manns á tveimur rútum sem leið lá um Hvalfjörð og var meðal annars stoppað við steinbrúna yfir Bláskeggsá.

Sigurvegari 2017 Atli agustsson.JPG

mánudagur, 14. ágúst 2017

Golfmót VM 2017

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 11.ágúst á Keilisvellinum. Mjög fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Atli Ágústsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

Virk-Metnadur.jpg

fimmtudagur, 10. ágúst 2017

Myndband um starfsendurhæfingarferilinn

Sérfræðingar VIRK hafa unnið stutt myndband með auglýsingastofunni PIPAR með það að markmiði að skýra starfsendurhæfingarferilinn, hvernig hann snýr að einstaklingnum sem nýtir sér þjónustuna. Mjög fjölbreyttur hópur leitar til VIRK og leitast er við að veita hverjum þeirra starfsendurhæfingarþjónustu við hæfi.

þriðjudagur, 11. júlí 2017

Fundur Verðlagsstofu vegna makrílvertíðar

Í kjarasamningum sjómannafélaganna frá því í febrúar s.l. eru ákvæði um að við upphaf loðnu-, kolmunna-, makríl- og síldarvertíða skulu fulltrúar útgerða funda með fulltrúum sjómanna og starfsmönnum Verðlagsstofu skiptaverðs.

_LKI4571.jpg

miðvikudagur, 5. júlí 2017

Hækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóð

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá launafólki og launagreiðendum vegna þeirra breytinga sem verða á mótframlagi atvinnurekenda frá og með júlílaunum og jafnframt hefur orðið vart við nokkurn misskilning sem mikilvægt er að leiðrétta.

Rör stillt af.jpg

föstudagur, 30. júní 2017

Taktu upplýsta ákvörðun um viðbótariðgjaldið

Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

samgongustofa-logo.png

föstudagur, 23. júní 2017

Gildistími læknisvottorða samkvæmt STCW samþykktinni er nú aðeins 2 ár

Samgöngustofa telur að það sé tilefni til þess að vekja athygli á því að gildistími læknisvottorða sem gefin eru út samkvæmt ákvæðum STCW samþykktarinnar er nú aðeins 2 ár. Það þýðir að sjómenn verða að huga að því að endurnýja læknisvottorð á tveggja ára fresti, alveg óháð gildistíma atvinnuskírteina.

Rör stillt af.jpg

mánudagur, 19. júní 2017

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð og aukið valfrelsi

Hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði  um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

IMG_9117.JPG

mánudagur, 12. júní 2017

Heiðranir og viðurkenningar á sjómannadaginn

Á sjómannadaginn 11. júní 2017 heiðraði Sjómannadagsráð Reykjavíkur Svein Kristinsson vélstjóra.Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf var veitt í tuttugasta og fimmta sinn, en hana hlaut Óli Már Eyjólfsson, yfirvélstjóri á skipinu Helgu Maríu AK 16. Sveinn Kristinsson er fæddur 29. Janúar 1941 í Húsavík eystri N-Múlasýslu.

Ferd-eldri-felagsm-VM

fimmtudagur, 8. júní 2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM verður farin seinnihlutann í ágúst.Ferðin verður auglýst á heimasíðu VM þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Skráning í ferðina verður auglýst síðar.