Fréttir 2017
fimmtudagur, 21. desember 2017
Það er orðið jólalegt um að litast og af því tilefni mætti starfsfólk VM í jólapeysum í vinnuna í dag.
Starfsfólk VM óskar félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
mánudagur, 18. desember 2017
Stjórn VM ákvað á fundi sínum þann 7. des sl. að færa þremur hjálparsamtökum peningagjöf fyrir þessi jól. Hjálparstarf kirkjunnar fékk kr. 300.000, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur kr. 200.000 og Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjarfjörð kr.
mánudagur, 11. desember 2017
Grundarfjörður fimmtudaginn 21. des. kl.16:00 til 19:00 Fundarstaður: Sögumiðstöðin Reyðarfjörður miðvikudaginn 27. des. kl. 20:00 til 22:00 Fundarstaður: Hótel Austur
Akureyri fimmtudaginn 28. des.
þriðjudagur, 28. nóvember 2017
Nú styttist í síðasta mánuð ársins og í desembermánuði skal greiða út desemberuppbót. Uppbótin á almennum vinnumarkaði er kr. 86.000 og er óheimilt að greiða lægri upphæð. Desemberuppbótina skal ekki greiða seinna út en þann 15. desember en lang algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.
miðvikudagur, 15. nóvember 2017
Afstaða ASÍ og áhrif túlkunar FME
Aðdragandi málsins
Í janúar 2016 sömdu aðildarfélög ASÍ við SA um breytingar á gildandi kjarasamningi. Í þessum samningi var samið jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins með samkomulagi um hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%.
miðvikudagur, 4. október 2017
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2017, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt:
Slægður þorskur hækkar um 10% Óslægður þorskur hækkar um 7,0%Slægð ýsa hækkar um 4,0%
Óslægð ýsa helst óbreytt
Karfi hækkar um 7,0%
Ufsi hækkar um 3,2%
Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
miðvikudagur, 13. september 2017
Uppstillingarnefnd VM hefur kallað eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: formanns VM tímabilið 2018-2022 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2018 til 2020.
Uppstillingarnefnd ber að kappkosta og taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn félagsins endurspegli breidd félagsins.
fimmtudagur, 7. september 2017
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 6. September s.l. voru samþykktar eftirfarandi breytingar á viðmiðunarverðum eftirtalinna fisktegunda:
þorskur, slægður hækkar um 3,0%,þorskur, óslægður hækkar um 3,0%,ýsa, slægð hækkar um 2,0%,ýsa, óslægð er óbreytt,karfi hækkar um 3,0% ogslægður og óslægður ufsi hækkar um 2,6%
Breytingin tók gildi þann 6. september 2017 og á við um afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.
miðvikudagur, 30. ágúst 2017
Í sumar hefur verið unnið að því að koma fyrir nýjum vélstjórnarhermi í húsnæði vélstjórnarbrautar VMA. Samskonar hermir kom í Tækniskólann í sumar og einnig kom þangað nýr skipstjórnarhermir. Þessir þrír hermar voru keyptir að undangengnu útboði Ríkiskaupa.
mánudagur, 28. ágúst 2017
Samkvæmt nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks hefur skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 en aukningin er langmest hjá þeim tekjulægstu. Þegar skoðað er samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar auk barna- og vaxtabóta hefur t.