Fréttir 11 2017

Logo VM

þriðjudagur, 28. nóvember 2017

Desemberuppbót

Nú styttist í síðasta mánuð ársins og í desembermánuði skal greiða út desemberuppbót. Uppbótin á almennum vinnumarkaði er kr. 86.000 og er óheimilt að greiða lægri upphæð. Desemberuppbótina skal ekki greiða seinna út en þann 15. desember en lang algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.

ASÍ - logo

miðvikudagur, 15. nóvember 2017

Lagaleg óvissa um tilgreinda séreign

Afstaða ASÍ og áhrif túlkunar FME Aðdragandi málsins Í janúar 2016 sömdu aðildarfélög ASÍ við SA um breytingar á gildandi kjarasamningi. Í þessum samningi var samið jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins með samkomulagi um hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði úr 12% í 15,5%.