Fréttir 09 2017

Logo VM

miðvikudagur, 13. september 2017

Uppstillingarnefnd VM

Uppstillingarnefnd VM hefur kallað eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: formanns VM tímabilið 2018-2022 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2018 til 2020. Uppstillingarnefnd ber að kappkosta og taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn félagsins endurspegli breidd félagsins.

fimmtudagur, 7. september 2017

Breyting á viðmiðunarverði þorsks, ýsu, karfa og ufsa

Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna þann 6. September s.l. voru samþykktar eftirfarandi breytingar á viðmiðunarverðum eftirtalinna fisktegunda: þorskur, slægður hækkar um 3,0%,þorskur, óslægður hækkar um 3,0%,ýsa, slægð hækkar um 2,0%,ýsa, óslægð er óbreytt,karfi hækkar um 3,0% ogslægður og óslægður ufsi hækkar um 2,6% Breytingin tók gildi þann 6. september 2017 og á við um afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.