30.8.2017

Nýr vélstjórnarhermir í VMA

Í sumar hefur verið unnið að því að koma fyrir nýjum vélstjórnarhermi í húsnæði vélstjórnarbrautar VMA. Samskonar hermir kom í Tækniskólann í sumar og einnig kom þangað nýr skipstjórnarhermir. Þessir þrír hermar voru keyptir að undangengnu útboði Ríkiskaupa. Vélstjórnarhermirinn í VMA var tekinn formlega í notkun sl. föstudag.

Það er óhætt að segja að nýi hermirinn sé stór og gefi mikla möguleika. Hugbúnaðurinn í herminum líkir eftir annars vegar vélarrúmi flutningaskips og hins vegar ferju. Kennarar vélstjórnarbrautar segja afar ánægjulegt að fá þennan nýja vélstjórnarhermi til að kenna verðandi vélstjórum.

Hér er hægt að lesa meira um hermirinn og sjá myndir af herminum.