Fréttir 06 2017

Rör stillt af.jpg

föstudagur, 30. júní 2017

Taktu upplýsta ákvörðun um viðbótariðgjaldið

Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

samgongustofa-logo.png

föstudagur, 23. júní 2017

Gildistími læknisvottorða samkvæmt STCW samþykktinni er nú aðeins 2 ár

Samgöngustofa telur að það sé tilefni til þess að vekja athygli á því að gildistími læknisvottorða sem gefin eru út samkvæmt ákvæðum STCW samþykktarinnar er nú aðeins 2 ár. Það þýðir að sjómenn verða að huga að því að endurnýja læknisvottorð á tveggja ára fresti, alveg óháð gildistíma atvinnuskírteina.

Rör stillt af.jpg

mánudagur, 19. júní 2017

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð og aukið valfrelsi

Hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði  um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

IMG_9117.JPG

mánudagur, 12. júní 2017

Heiðranir og viðurkenningar á sjómannadaginn

Á sjómannadaginn 11. júní 2017 heiðraði Sjómannadagsráð Reykjavíkur Svein Kristinsson vélstjóra.Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf var veitt í tuttugasta og fimmta sinn, en hana hlaut Óli Már Eyjólfsson, yfirvélstjóri á skipinu Helgu Maríu AK 16. Sveinn Kristinsson er fæddur 29. Janúar 1941 í Húsavík eystri N-Múlasýslu.

Ferd-eldri-felagsm-VM

fimmtudagur, 8. júní 2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM verður farin seinnihlutann í ágúst.Ferðin verður auglýst á heimasíðu VM þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Skráning í ferðina verður auglýst síðar.